Lóur voru borðaðar hér á landi

Skálholt Nanna verður þar næstu helgi og ætlar að leiða …
Skálholt Nanna verður þar næstu helgi og ætlar að leiða gesti í allan sannleik um matarmenningu fyrri alda. Morgunblaðið/RAX

„Ég ætla að tala almennt um matarmenningu fyrr á öldum, þá ekki síst sparimat heldrafólks, þótt hversdagsmaturinn komi auðvitað líka við sögu. Áherslan hjá mér verður á mat á biskupssetrum, höfðingjasetrum og öðrum slíkum stöðum, en ýmislegt getur komið á óvart í því hvað var verið að nota til matargerðar, hvað var verið að elda, erlend áhrif á matargerð og þess háttar,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir sem ætlar að vera í Skálholti nk. laugardag, 31. maí, og leiða gesti í allan sannleik um matarmenningu fyrri alda.

Erindi hennar ber yfirskriftina: Eggjakökupönnur, saffran og ruslakeppir. Marghliða íslensk matarsaga, og er viðburðurinn hluti af Menningarveislu í Skálholti sem hefur verið alla laugardaga í maí, þar sem saga, menningararfur og náttúra Skálholtsstaðar hefur verið skoðuð frá ýmsum hliðum. Nanna segir að okkur hætti til að telja matarsögu Íslands fremur einhæfa og matinn fábreyttan, allt fram á síðustu öld, en það hafi verið öðru nær að eintómur súrmatur og skyr, harðfiskur og hangikjöt hafi verið á borðum allra landsmanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka