Öflug skjálftahrina við Eldey: Skjálftar upp á 4

Skjálftinn varð vestan við Eldey.
Skjálftinn varð vestan við Eldey. Ljósmynd/Páll Stefánsson

Kröftug jarðskjálftahrina er hafin við Eldeyjardranga vestur af Reykjanestá. Um ellefu stærri skjálftar hafa mælst í hrinunni sem hófst upp úr kl. 13 í dag.

Fyrstu tölur benda til þess að einn skjálfti sé 4,9 að stærð en um 70 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sem er staðsett 10 km vestur af Eldey.

Jarþrúður Ósk Jóhannesdóttir, náttúravársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir við mbl.is að fyrsti stóri skjálftinn hafi verið að stærðinni 3,6 en sá mældist um kl. 13.15 í dag. Síðan þá hafa tíu skjálftar til viðbótar yfir 3 að stærð mælst á svæðinu.

Um kl. 14 reið skjálfti af stærðinni 4 yfir á svæðinu en stærsti skjálftinn, samkvæmt frummati, mældist stærðinni 4,9 kl. 14.21.

Kristín Elísa Guðmundsdóttir, annar náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að skjálftarnir séu líklegast vegna spennu­breyt­inga 

„Það er ekkert á aflögunarmælunum sem benda mikið til þess að þetta tengist eldsumbrotunum sem hafa verið á Reykjanesskaganum,“ segir Kristín Elsa við mbl.is.

„Það er langlíklegast að þetta sé út af flekahreyfingum en þessir skjálftar eru á svæðinu þar sem Evrasíuflekinn og Norður-Ameríkuflekinn eru að færast í sundur, þannig að við fáum oft jarðskjálftahrinur á þessu svæði.“

Ómögulegt sé að segja til um hvort toppnum sé náð í skjálftahrinunni eða hversu lengi hún gæti staðið yfir, segir Kristín.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Verulega margir skjálftar hafa mælst í hrinunni, sem hófst um …
Verulega margir skjálftar hafa mælst í hrinunni, sem hófst um kl. 13 í dag og hefur rækilega sótt í sig veðrið upp úr kl. 14. Kort/Map.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert