Tvö risaskip samtímis í Sundahöfn

Sundahöfn Norwegian Prima (nær á myndinni) og MSC Preziosa lágu …
Sundahöfn Norwegian Prima (nær á myndinni) og MSC Preziosa lágu samtímis við Skarfabakka á fimmtudaginn. Það var handagangur í öskjunni þegar verið var að þjónusta farþega skipanna. Morgunblaðið/Eggert

Það fjölgaði heldur betur í Sundahöfn í Reykjavík í vikunni þegar tvö risastór skemmtiferðaskip lágu samtímis við Skarfabakka.

Um borð í skipunum voru samtals 9.079 manns, farþegar og áhöfn. Er þetta álíka fjöldi og í stórum kaupstað á Íslandi. Nefna má að íbúar Akraness nálgast nú 9.000.

Norwegian Prima er 143,535 brúttótonn og með allra stærstu skipum sem hingað koma í sumar. Farþegafjöldinn er 3.014 og í áhöfn eru 1.443. MSC Preziosa er 139.072 brúttótonn. Farþegafjöldinn er 3.357 og í áhöfn eru 1.265.

Það var mikill erill í Sundahöfn á fimmtudaginn og langar raðir af rútum og leigubílum í farþegaflutningum. Mikill fjöldi fólks vann svo við að afgreiða skipin og farþega þeirra í Sundahöfn, bæði starfsmenn á vegum Faxaflóahafna og umboðsskrifstofa skipafélaganna. Mörg hundruð manns komu að því að þjónusta skip og farþega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert