Skjálftahrinan geti bent til kvikuinnskots

Miðað við öflugu hrinuna við Eldeyjardranga – yfir 650 skjálftar, …
Miðað við öflugu hrinuna við Eldeyjardranga – yfir 650 skjálftar, 38 stærri en M3 og stærsti skjálftinn yfir M5 - er að sögn Ara rétt að skoða dýptardreifingu upptakanna, sem hann segir oft vera á yfir 10km dýpi, og allt að 20km. Ljósmynd/Páll Stefánsson

Ekki er útilokað að nema megi brátt meiri óróleika og frekari rekhreyfingar á Reykjaneshryggnum og ávallt er möguleiki á að kvikan nái hærra upp og jafnvel að enn eitt eldgosið verði.

Þetta segir Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlis­fræðing­ur í færslu í hópnum Jarðsöguvinir á facebook.

Miðað við öflugu hrinuna við Eldeyjardranga – yfir 650 skjálftar, 38 stærri en M3 og stærsti skjálftinn yfir M5 - sé rétt að skoða dýptardreifingu upptakanna, sem sé oft á yfir 10km dýpi, og allt að 20km.

Það geti bent til þess að þarna hefði orðið stórt gangainnskot með tilheyrandi sprungumyndun. Sé það raunin segir Ari ekki útilokað að þarna megi brátt nema meiri óróleika. Tekur hann þó fram að um sé aðeins að ræða áminningu um reynslubundinn möguleika, ekki spá um næsta eldgos.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert