Styttist í niðurstöðu í máli Helga: „Í dögum talið“

Helgi vararíkissaksóknari (t.v.) hefur ekki verið úthlutað nokkru verkefni síðan …
Helgi vararíkissaksóknari (t.v.) hefur ekki verið úthlutað nokkru verkefni síðan hann sneri aftur í ráðuneytið. Þorbjörg dómsmálaráðherra (t.h.) hefur málið til skoðunar og segir niðurstöðu væntanlega innan skamms. Samsett mynd

Niðurstaða er væntanleg á næstu dögum í máli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara, að sögn dómsmálaráðherra.

Sig­ríður J. Friðjóns­dótt­ir rík­is­sak­sókn­ari hef­ur nú síðan í desember afþakkað starfs­krafta Helga Magnús­ar og ekki falið hon­um nein verk­efni til úr­lausn­ar þar sem hún segir hann skorta almennt hæfi til að gegna embætti vara­rík­is­sak­sókn­ara. 

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. Kristinn Magnússon

„Þetta er langt komið til meðferðar,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra á Sprengisandi í morgun. „Þetta er mjög erfitt mál lagalega og það þarf að vanda þar til verka en það styttist mjög í niðurstöðu þessa máls – og það er í dögum talið.“

Helgi hefur því ekki fengið verkefni síðan hann sneri aftur til starfa í desember, í kjölfar þess að þáverandi dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, hafnaði beiðni Sigríðar um að reka Helga vegna ummæla vararíkissaksóknarans á Facebook um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum.

Ekki hefur náðst í Þorbjörgu Sigríði dómsmálaráðherra í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanna mbl.is. 

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert