Ásthildur Lóa snýr aftur á þing

Ásthildur Lóa Þórsdóttir.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir. mbl.is/Eyþór

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, tekur sæti á ný á Alþingi í dag. Þá víkur varaþingmaður hennar, Elín Íris Fanndal, af þingi.

Þá tekur Jónína Björk Óskarsdóttir einnig sæti á ný á Alþingi í dag og víkur þá varaþingmaður hennar, Grétar Mar Jónsson, af þingi.

Loks tekur Þórarinn Ingi Pétursson sæti á ný í dag. Víkur þá varaþingmaður hans, Jónína Brynjólfsdóttir, af þingi, að því er segir í tilkynningu á vef Alþingis. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert