Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tekur þátt á opnum fundi á Akureyri í dag um varnar- og öryggismál á norðurslóðum.
Varðberg, Norðurslóðanet Íslands, Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar efna til fundarins.
Sjónum verður beint að áhrifum stóraukinnar alþjóðlegrar togstreitu á málefni Norðurslóða, einkum með tilliti til örra loftslagsbreytinga, aukins hernaðarlegs mikilvægis svæðisins og hagsmuna Íslands.
Erindi halda Þorgerður Katrín utanríkisráðherra, Dr. Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor við Háskólann á Akureyri, Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor við Háskólann á Bifröst, Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vinnuhóps Norðurskautaráðsins um verndun hafsins (PAME), Dr. Rachael Lorna Johnstone, prófessor við lagadeild Háskólans á Akureyri og við Grænlandsháskóla og Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra norðurslóðamála utanríkisráðuneytisins.
Davíð Stefánsson, formaður Varðbergs, flytur opnunarávarp og Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri, lokaorð. Friðrik Þórsson, verkefnastjóri Norðurslóðanets Íslands (IACN), stýrir fundinum.