Um 40 smáskjálftar mælst við Hveragerði

Smáskjálftahrina mælist í nágrenni Hveragerðis.
Smáskjálftahrina mælist í nágrenni Hveragerðis.

Tugir smáskjálfta hafa mælst síðdegis í nágrenni Hveragerðis. Í heild hafa um 40 skjálftar mælst á svæðinu á síðustu klukkustundum.

Að sögn Jóhönnu Malen Skúladóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er ólíklegt að fólk á svæðinu verði skjálftahrinunnar vart. Stærstu skjálftarnir eru einungis um og yfir einum að stærð. 

Sambærileg skjálftahrina var á svipuðum slóðum fyrir rúmum þremur vikum. 

Kort/Map.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert