Þakklát þeim sem blása vindinn

„​Það er mjög einstakt og ómetanlegt að öll þjóðin sé …
„​Það er mjög einstakt og ómetanlegt að öll þjóðin sé með mér í þessu, styðji mig og sé til í ruglið í mér.“ mbl.is/Hákon

„Það að fá viðurkenningar er svo furðuleg tilfinning því oft er eins og maður sé að gera bara eitthvað út í loftið en svo kemur einhver svona staðfesting á því að verið sé að hlusta á og fagna því sem maður er að gera og þá kemur ákveðinn vindur í seglin til að halda áfram,“ segir tónlistarkonan Bríet Ísis Elfar, sem í ár hlýtur Langspilið, verðlaun STEFs, sem afhent var í 11. sinn í gær. 

„Því á sama tíma og maður fær verðlaunin fattar maður að sköpunin snýst alls ekki um að fá verðlaun. Þau fá mann hins vegar til að taka næstu skref, brosa og þakka fyrir sig.“ 

Sem fyrr er það hagleiksmaðurinn Jón Sigurðsson á Þingeyri sem sérsmíðar verðlaunagripinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert