Kallar eftir lækkun fasteignaskatta í Reykjanesbæ

Fasteignaskattur í Reykjanesbæ á íbúðarhúsnæði er 0,25% af heildarfasteignamati.
Fasteignaskattur í Reykjanesbæ á íbúðarhúsnæði er 0,25% af heildarfasteignamati. Samsett mynd

Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, kallar eftir því að fasteignaskattar í Reykjanesbæ verði lækkaðir þar sem fasteignamat fyrir árið 2026 í Reykjanesbæ hækkar verulega frá fyrra ári.

Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un (HMS) hef­ur birt nýtt fast­eigna­mat fyr­ir árið 2026 og sýn­ir það hækk­un íbúðamats upp á 10,2% að meðaltali frá fyrra ári yfir landið.

Aftur á móti er hækkunin mest á Suðurnesjum og í Reykjanesbæ er hækkun íbúðamats 12,3% frá fyrra ári.

Mikilvægt að koma í veg fyrir ósanngjarnar skattahækkanir á íbúa

„Það er afar mikilvægt að bæjaryfirvöld sendi skýr skilaboð um að álagsprósentan verði lækkuð til að koma í veg fyrir ósanngjarnar og íþyngjandi skattahækkanir á íbúa bæjarins,“ skrifar Margrét í færslu á Facebook.

Hún segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins muni leggja fram tillögu um lækkun fasteignagjalda, eins og flokkurinn hefur gert síðustu ár. 

„Ég vona að víðtæk samstaða náist í bæjarstjórn um að standa vörð um heimilin í Reykjanesbæ,“ skrifar hún.

Bæjarstjórar Kópavogs, Garðabæjar og Seltjarnarness hafa þegar gefið það út að þeir ætli að lækka álagn­inu á móti hækk­andi fast­eigna­mati.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert