Stór skjálfti við Grjótárvatn

Jarðskjálfi að stærðinni 3,4 mældist við Grjótárvatn í morgun.
Jarðskjálfi að stærðinni 3,4 mældist við Grjótárvatn í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálfti 3,4 að stærð mældist við Grjótárvatn á Mýrum klukkan 8.41 að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Þar segir að þetta sér annar stærsti skjálftinn sem mælst hefur á svæðinu síðan virkni hófst árið 2021, en þann 8. maí sl. varð skjálfti að stærð 3,7 á svæðinu.

Veðurstofunni hafa ekki borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í byggð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert