Fara fram á áframhaldandi varðhald í Arnarnesmáli

Konan hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 16. apríl.
Konan hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 16. apríl. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun í dag fara fram á áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald yfir konu sem er grunuð um aðild að andláti föður síns í Súlunesi í Arnarnesi í apríl síðastliðnum.

Konan, sem er sú eina sem er með stöðu sakbornings, hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 16. apríl en gæsluvarðhaldsúrskurður yfir henni á að renna út í dag.

Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við mbl.is í gær að rannsókn málsins sé á lokametrunum.

Maðurinn sem lést hét Hans Roland Löf og var fæddur árið 1945. Hann var búsettur í Súlunesi ásamt eiginkonu sinni og dóttur þeirra, Margréti Höllu Hansdóttur, sem situr í gæsluvarðhaldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert