Skýrslutökur hafnar í gagnalekamálinu

Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögreglustjóri hjá lög­regl­unni á Suður­landi.
Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögreglustjóri hjá lög­regl­unni á Suður­landi. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Skýrslutökur eru hafnar hjá lögreglunni á Suðurlandi varðandi gagnalekamálið svokallaða. 

Þetta upplýsir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögreglustjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Eiga talsvert verk fyrir höndum

Í samtali við mbl.is segist Jón ekki geta sagt til um réttarstöðu hvers og eins sem á hlut í máli en segir lögreglu nú vera að safna og fara yfir gögn í málinu.

„Okkur miðar ágætlega í þessu en við eigum talsvert verk fyrir höndum.“

Þá segir hann ekki hægt að segja til um hve lengi rannsókn málsins muni standa yfir enn sem komið er.

Rík­is­sak­sókn­ari fól lög­regl­unni á Suður­landi að rann­saka meint brot er varða um­fangs­mik­inn gagnastuld úr kerf­um sér­staks sak­sókn­ara af hálfu njósna­fyr­ir­tæk­is­ins PPP fyr­ir rúm­um ára­tug. Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu hef­ur einnig tekið upp málið.

PPP var stofnað árið 2011 af tveim­ur lögreglumönnum; Jóni Ótt­ari Ólafs­syni af­brota­fræðingi og Guðmundi Hauki Gunn­ars­syni lög­fræðingi, sem er lát­inn. Þeir höfðu árið 2009 yf­ir­gefið lög­regl­una á höfuðborg­ar­svæðinu og gengið til liðs við embætti sér­staks sak­sókn­ara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert