Allt að 40 íbúðir á nýrri lóð á Ægisíðu

Í gamla bensínstöðvarhúsinu verða bæði þjónusturými og litlar íbúðir. Torg …
Í gamla bensínstöðvarhúsinu verða bæði þjónusturými og litlar íbúðir. Torg verður í kringum kuðunginn. Tölvumynd/Trípólí arkitektar

Fasteignafélagið Yrkir hefur lagt fram fyrirspurn til Reykjavíkurborgar um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina við Ægisíðu 102 þar sem bensínstöð var rekin um áratugaskeið.

Tvær útfærslur eru kynntar í tillögunni en báðar fela í sér að fimm fjölbýlishúsum verður raðað á lóðarmörkum umhverfis gömlu bensínstöðina. Í kringum bensínstöðina, kuðunginn svokallaða, á að verða til nýtt torg og dvalarsvæði.

Tillaga Trípóli arkitekta bar sigur úr býtum í hugmyndasamkeppni um svæðið en hún hefur nú verið þróuð áfram, meðal annars eftir athugasemdir og ábendingar íbúa í grenndinni. Í upphafi var gert ráð fyrir 32 íbúðum en nú eru þær 38 í annarri tillögunni en 40 í hinni. Upphaflegar hugmyndir um þróun reitsins gerðu ráð fyrir allt að 50 íbúðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert