Eldsvoðinn á Hjarðarhaga: Bíða niðurstöðu úr sýnum

Tveir menn létust í eldsvoðanum.
Tveir menn létust í eldsvoðanum. mbl.is/Eyþór

Ekki liggur enn ljóst fyrir um eldsupptök í eldsvoðanum í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur í síðasta mánuði þar sem tveir menn létust.

Elín Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir við mbl.is að beðið sé eftir niðurstöðum úr sýnum frá háskólanum um eldsupptök, en þeirra sé á vænta innan tíðar.

Fram kom á mbl.is á dögunum að þrjú ílát sem allt bendir til að hafi verið með eldfimum vökva hafi fundist í brunarústum íbúðarinnar.

Fjórir menn bjuggu í kjallaraíbúðinni þar sem eldurinn kom upp. Þrír þeirra voru í íbúðinni og létust tveir þeirra, Bandaríkjamaður á sextugsaldri og Tékki á fertugsaldri, en sá þriðji, Ungverjinn Sári Morg Gergö, komst lífs af og var fluttur á sjúkrahús.

Enginn er í haldi vegna málsins og enginn með stöðu sakbornings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert