Hæstiréttur samþykkir að taka fyrir nauðgunardóm

Hæstiréttur fer með æðsta dómsvald landsins.
Hæstiréttur fer með æðsta dómsvald landsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hæstiréttur samþykkti í gær leyfisbeiðni til áfrýjunar máls Ívars Gísla Vignissonar sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi í Landsrétti  í mars fyrir nauðgun. Hann hafði verið sýknaður í héraðsdómi af kröfum ákæruvaldsins.

Ívar Gísli var ákærður fyrir að hafa gerst sekur um nauðgun með því að hafa með ofbeldi og ólögmætri nauðung haft samræði og önnur kynferðismök við konu án hennar samþykkis, með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa áfengis og svefndrunga og beita hana ólögmætri nauðung.

Landsréttur sneri við héraðsdóminum og taldi framburð konunnar mun trúverðugri en framburð Ívars.

Uppfyllt skilyrði til áfrýjunar

Ákvörðun Hæstaréttar um að samþykkja beiðnina grundvallast á því að það skal verða við ósk ákærðs manns, sem sýknaður er af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti, um leyfi til áfrýjunar nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar.

Einnig telur Ívar að mat Landsréttar á þýðingu vitnisburðar systur og móður konunnar í tengslum við Snapchat skilaboð sem fyrir liggja í málinu samræmist ekki þeim sönnunarreglum sem gildi við meðferð sakamála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert