Mál Helga skýrist eftir helgi

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra.
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Samsett mynd/Eyþór Árnason

Niðurstaða er vænt­an­leg eftir helgi í máli Helga Magnús­ar Gunn­ars­son­ar vara­rík­is­sak­sókn­ara, að sögn Þor­bjargar Sig­ríðar Gunn­laugs­dóttur dóms­málaráðherra.

Sig­ríður J. Friðjóns­dótt­ir rík­is­sak­sókn­ari hef­ur síðan í des­em­ber afþakkað starfs­krafta Helga Magnús­ar og ekki falið hon­um nein verk­efni til úr­lausn­ar þar sem hún seg­ir hann skorta al­mennt hæfi til að gegna embætti vara­rík­is­sak­sókn­ara.

Helgi hef­ur þannig ekki fengið verk­efni síðan hann sneri aft­ur til starfa í des­em­ber í kjöl­far þess að þáver­andi dóms­málaráðherra, Guðrún Haf­steins­dótt­ir, hafnaði beiðni Sig­ríðar um að reka Helga vegna um­mæla vara­rík­is­sak­sókn­ar­ans á Face­book um inn­flytj­end­ur frá Mið-Aust­ur­lönd­um.

Boðið embætti vararíkislögreglustjóra

Þorbjörg sagði 25. maí að niðurstöðu í málinu væri að vænta á næstu dögum en nú virðist sem svo að það sé á lokametrunum. 

„Það skýrist eftir helgi,“ sagði Þorbjörg í samtali við mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.

Samkvæmt heimildarmönnum Morgunblaðsins hefur Þorbjörg boðið Helga Magnúsi að taka við end­ur­vöktu embætti vara­rík­is­lög­reglu­stjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert