Meirihluti hlynntur nýju Matsferli

Meirihluti þjóðarinnar er hlynntur nýju námsmati, Matsferli.
Meirihluti þjóðarinnar er hlynntur nýju námsmati, Matsferli. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Meirihluti þjóðarinnar er hlynntur nýju námsmati, Matsferli, sem er ætlað að koma í stað gömlu samræmdu prófanna í grunnskólum.

Þetta eru niðurstöður könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 16. apríl til 8. maí.

Mennta- og barnamálaráðherra lagði nýlega fram frumvarp um nýtt námsmat, Matsferil, sem er meðal annars ætlað að koma í stað gömlu samræmdu prófanna. Ný samræmd próf í íslensku og stærðfræði yrðu skyldubundin í 4., 6., og 9. bekk.

Matsferill myndi einnig bjóða kennurum upp á önnur verkfæri til reglulegra mælinga á námsárangri.

Fimmtán prósent andvíg

Í könnun Prósents voru svarendur spurðir hversu hlynntir eða andvígir þeir væru því að nýtt námsmat, Matsferill, yrði tekið upp í grunnskólum landsins.

Kom í ljós að 58% svarenda eru hlynntir nýju námsmati, 27% svara hvorki né og 15% eru andvígir.

Lægst var hlutfall þeirra sem hlynntir eru námsmatinu í yngsta svarendahópnum, 18 - 24 ára, eða 48 prósent.

Hér má sjá hvernig mismunnadi aldurshópar svöruðu spurningunni.
Hér má sjá hvernig mismunnadi aldurshópar svöruðu spurningunni. Skjáskot/Prósent
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert