Jarðeldar tafið vaxtalækkanir um 6 til 12 mánuði

Jarðhræringar á Reykjanesskaga höfðu mikil áhrif á fasteignamarkaðinn á Íslandi og líklega hafa afleiðingarnar orðið þær að tefja vaxtalækkanaferli Seðlabankans um sex til tólf mánuði.

Þetta segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, í ítarlegu viðtali á vettvangi Spursmála.

Reynt að sigla hagkerfinu gegnum ólgutíma

„Við höfum verið að reyna að sigla hagkerfinu í gegnum þessa ólgutíma, sem þeir hafa verið að mörgu leyti. Og mig langar að nefna, bara á síðasta ári, rýming Grindavíkur og uppkaup á húsnæði þar var nýr skellur fyrir fasteignamarkaðinn.“

Eitt prósent þjóðarinnar endar á götunni.

„Já og við sjáum það í tölunum núna að þetta var bara ansi mikið fyrir okkur að taka og ég held eins og ég hef sagt að þetta hafi tafið okkur um sex til tólf mánuði varðandi framkvæmd peningastefnunnar.“

Gossprungur teygðu sig inn fyrir varnargarða og að byggðinni í …
Gossprungur teygðu sig inn fyrir varnargarða og að byggðinni í Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fasteignaverðbólgan væri farin úr kerfinu

Grindavíkuráhrifin.

„Já. Maður getur ekki sagt fyrir hvernig hlutirnir væru en mér þætti mjög líklegt að þessi fasteignaverðbólga væri farin úr kerfinu.“

Hvað myndi það þýða í vöxtum. Þeir eru núna 7,5%. Væru þeir í 5%?

„Ég veit það ekki. Við værum væntanlega lengra komin í vaxtalækkunarferlinu. Við værum að sjá hagkerfið kaldara en svo eru ýmsir aðrir hlutir sem gerast og það er mjög jákvætt að það er mikil aukin fjárfesting. Það liggur fyrir aukin fjárfesting í landeldi. Hún er jákvæð að því leyti að við erum að auka útflutning á fiski. Ekki með því að veiða meira heldur með því að ala meira. Það liggja einnig fyrir auknar fjárfestingar í orku og okkur vantar meiri orku. Þetta hefur áhrif.“

Viðtalið við Ásgeir Jónsson má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka