Vilja koma á kærunefnd um leigubílstjóra

Leigubílafrumvarpið er enn umdeilt og hinir ýmsu aðilar hafa sent …
Leigubílafrumvarpið er enn umdeilt og hinir ýmsu aðilar hafa sent inn umsögn um margs konar vankanta frumvarpsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leigubílafrumvarp er nú til umræðu á Alþingi. Fjölmargar umsagnir og álit um frumvarpið hafa borist úr ýmsum áttum og samkvæmt þeim eru skoðanir skiptar um málið.

Neytendasamtökin koma með þá tillögu að stofna sjálfstæða úrskurðarnefnd fyrir kvartanir um leigubílstjóra að danskri fyrirmynd, nokkurs konar kærunefnd. Tillagan gengur út á að gera farveg fyrir kvartanir yfir verði og gæðum þjónustu, sem myndi auka traust almennings til leigubílaþjónustu hér á landi.

Þar að auki undirstrika samtökin mikilvægi þess að frumvarpið verði ekki til þess að aðgangur nýrra aðila að markaðnum verði takmarkaður og nefndu þar sérstaklega aðila eins og Bolt og Uber.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert