Nafn skáldsins alltaf samofið Fagraskógi

Magnús og Sigrún, bændur í Fagraskógi, hér við brjóstmyndina af …
Magnús og Sigrún, bændur í Fagraskógi, hér við brjóstmyndina af Davíð Stefánssyni sem þar er. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Okkur þótti góð hugmynd að efna til viðburðar hér þar sem uppistaðan væri ljóð og sögur um skáldið. Nafn Davíðs er alltaf samofið þessum stað,“ segir Stefán Magnússon, bóndi í Fagraskógi við Eyjafjörð. Þar á bæ verður hinn 21. júní næstkomandi haldin menningarstund tileinkuð þjóðskáldinu Davíð Stefánssyni. Tilefnið er að í ár eru liðin 130 ár frá fæðingu skáldsins, því er efnt til þessa viðburðar nærri sumarsólstöðum þegar landið er komið í sumarsins græna skrúð að ætla verður.

Yfirskrift viðburðarins í Fagraskógi er Heima og sá titill segir sitt. „Við segjum Heima vegna þess að Fagriskógur var alltaf heimavöllur Davíðs. Hann hafði alla tíð mjög sterk tengsl við fólkið sitt og Fagraskóg. Hann var mjög upptekinn af því hvernig fólkinu hans gekk og hvað var verið að fást við hverju sinni,“ segir Stefán bóndi sem skipulagt hefur þessa stund með Sigrúnu Jónsdóttur eiginkonu sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert