Nýtur sín í Nashville

Þorleifur Gaukur er að gera það gott í Nashville og …
Þorleifur Gaukur er að gera það gott í Nashville og spennandi verkefni eru framundan. mbl.is/Eyþór

Þorleifur Gaukur Davíðsson tónlistarmaður flutti til Nashville fyrir tveimur og hálfu ári. Hann hefur leikið með listamönnum eins og Laufeyju, Kaleo, Bríeti, KK, Mugison og fleirum. Á síðasta ári kom út fyrsta plata hans með frumsömdum lögum, Lifelines.

Nú heldur Þorleifur Gaukur tónleika hér á landi ásamt tveimur bandarískum tónlistarmönnum, Sterling Drake og Lillian Leadbetter.

Þorleifi Gauki hefur gengið mjög vel að koma sér á framfæri í Nashville. „Í byrjun tók ég öllum boðum sem bárust og og smám saman fór ég að finna minn hóp og gat valið úr verkefnum.

Nashville er tónleikaborg og þar er stöðug tónlistarstarfsemi. Maður finnur vel fyrir hefðinni og kunnáttunni. Ég læri eitthvað á hverjum einasta degi. Ég er að vinna með mjög flottu fólki sem er vinnusamt og vill allt fyrir mann gera,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert