Rafræn skilríki ónothæf

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Truflanir eru á þjónustu Auðkenni. Ekki er hægt að nota rafræn skilríki við innskráningu á Island.is.

Á vefsíðunni segir að í augnablikinu sé ekki hægt að skrá sig inn með símakorti og að Auðkenni vinni að lagfæringu.

Vigdís Jóhannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Island.is, segir vandamálið liggja í innskráningu á síðuna með rafrænum skilríkjum í gegnum þjónustu Auðkenni. Verið sé að vinna í að leysa málið.

Uppfært: Þjónustan er komin í lag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert