Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í dag ökumann en bifreið hans var á fjórum negldum dekkjum.
Var ökumaðurinn sektaður um 20.000 krónur fyrir hvert dekk, alls 80.000 krónur, að því er segir í dagbók lögreglu.
Þurfti lögreglan að hafa afskipti af öðrum ökumanni en bifreið hans var á tveimur nagladekkjum og tveimur ónegldum dekkjum.
Notkun nagladekkja er leyfð frá 31. október til 15. apríl. Utan þeirra daga er notkunin eingöngu leyfð þegar aðstæður krefjast þess.