Skjálfti af stærðinni 3 á Reykjaneshryggnum

Eld­ey á Reykja­nes­hrygg.
Eld­ey á Reykja­nes­hrygg. Ljósmynd/Páll Stefánsson

Einn skjálfti mældist 3 að stærð á Reykjaneshryggnum í hádeginu í dag.

Að sögn Minn­eyjar Sig­urðardótt­ur, nátt­úru­vár­sér­fræðing­s á Veður­stofu Íslands, er þetta hefðbundin virkni á svæðinu.

„Við fáum mjög oft skjálfta, þrista og stærri þarna úti á Reykjaneshrygg. Það var bara síðast í maí sem það kom stór hrina og þær koma reglulega en þetta voru bara stakir skjálftar, engin hrina,“ segir Minney í samtali við mbl.is.

Þá segir hún vera „mjög rólegt í jörðu“ miðað við hvað það er gott veður, „þá yfirleitt sjáum við fleiri skjálfta“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert