Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur

Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild eftir tveggja bíla árekstur á gatnamótum Stekkjarbakka og Breiðholtsbrautar í Reykjavík fyrr í dag.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Engar upplýsingar liggja fyrir um líðan fólksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert