250 krakkar læra afbrotafræði, efnafræði og forritun

Háskóli unga fólksins hefst í dag og stendur yfir út …
Háskóli unga fólksins hefst í dag og stendur yfir út vikuna mbl.is/Valli

Um 250 krakkar á aldrinum 12–14 ára flykkjast að Háskóla Íslands í dag þar sem þau sækja Háskóla unga fólksins sem hefst í dag og stendur yfir fram á föstudag.

Í Háskóla unga fólksins fá börn og unglingar að sækja fjölbreytta dagskrá tengda hinum ýmsu fræðigreinum. Á dagskránni eru námskeið, þemadagar og smiðjur hjá vísindafólki og sérfræðingum Háskóla Íslands.

Viðfangsefni skólans eru fjölbreytt og býðst krökkunum til dæmis að læra um eldfjöll með Magnúsi Tuma Guðmundssyni, efnafræði með sprengju-Kötu, lögfræði, afbrotafræði, næringarfræði, blaðamennsku, Mið-Austurlandafræði og erfðafræði í samstarfi við Íslenska erfðagreiðingu, svo fáein dæmi séu nefnd.

Háskóli unga fólksins er haldinn á vegum Háskóla Íslands og er þetta í 21. skiptið sem námskeiðið er haldið fyrir sérfræðinga framtíðarinnar.

Skordýr skoðuð í Elliðarárdalnum í Háskóla unga fólksins.
Skordýr skoðuð í Elliðarárdalnum í Háskóla unga fólksins. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka