25 milljónir í styrki til geðheilbrigðisverkefna

Í ár verður horft sérstaklega til verkefna tengdum geðheilsu barna …
Í ár verður horft sérstaklega til verkefna tengdum geðheilsu barna og ungmenna. Ljósmynd/Styrktarsjóður geðheilbrigðis

Styrktarsjóður geðheilbrigðis auglýsir eftir umsóknum í fimmta sinn og er upphæðin sem veitt verður í ár sú hæsta til þessa eða alls 25 milljónir króna.

Í fréttatilkynningu kemur fram að í ár verði sérstök áhersla lögð á verkefni sem snúa að geðheilsu barna og ungmenna, en það tengist rausnarlegri 3,4 milljóna króna gjöf Skúla Helgasonar til sjóðsins. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna og rannsókna sem bætt geta geðheilbrigði.

Korda Samfónía hlaut styrk frá sjóðnum en hljómsveitin skapar umhverfi …
Korda Samfónía hlaut styrk frá sjóðnum en hljómsveitin skapar umhverfi til tónsköpunar fyrir tónlistarnemendur á háskólastigi og fólk sem er að byggja líf sitt upp á ný eftir ýmis áföll. Ljósmynd/Styrktarsjóður geðheilbrigðis

Sjóðurinn var stofnaður af Geðhjálp árið 2021 og hefur nú styrkt 65 verkefni um samtals 60 milljónir króna. Fjöldi verkefna hafa hlotið styrki frá sjóðnum en það eru meðal annars Grófin, Afstaða, Korda-samfónía, Olga Khodos, Tækifærið, Bændasamtökin, Matthildarteymið og fleiri verkefni sem stuðla að bættri geðheilsu, valdeflingu og forvörnum.

Matthildarteymið vinnur að skaðaminnkun á tónlistarhátíðum og veitir fræðslu og …
Matthildarteymið vinnur að skaðaminnkun á tónlistarhátíðum og veitir fræðslu og leiðbeiningar um öruggari vímuefnanotkun, skaðaminnkandi búnað og aðgang að vímuefnaprófun. Ljósmynd/Styrktarsjóður geðheilbrigðis

Umsóknarfrestur er frá 10. júní til og með 5. september 2025. Fimm manna fagráð metur innsendar umsóknir og leggur tillögur að úthlutun til styrkja fyrir sjóðsstjórn til ákvörðunar. Hægt er að senda inn umsókn á vef sjóðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka