Allar tiltækar björgunarsveitir á suðvesturhorni landsins hafa verið kallaðar út til leitar að göngumanni sem leitað hefur verið að við Esju og nágrenni frá því á tíunda tímanum í gærkvöld.
Þetta segir Hinrik Wöhler, staðgengill upplýsingafulltrúa Landsbjargar, við mbl.is.
Hann segir að þyrla Landhelgisgæslunnar taki þátt í leitinni í dag og þá er leitað með drónum og fjórhjólum en nokkrir gönguhópar hafa leitað mannsins frá því snemma í morgun.