Bifhjólamenn ósáttir við gjaldið

Kílómetragjaldið var rætt á fundi FEMA í Svíþjóð um helgina.
Kílómetragjaldið var rætt á fundi FEMA í Svíþjóð um helgina. Ljósmynd/Njáll Gunnlaugsson

Njáll Gunnlaugsson, stjórnarmaður í Bifhjólasamtökum lýðveldisins, Sniglunum, segir bifhjólamenn upplifa óréttlæti gegn sér.

Samtökin hafi komið með ábendingar um frumvarp kílómetragjaldsins í meðförum samgöngunefndar Alþingis, en ekkert tillit hafi verið tekið til þeirra.

Í samtali við Morgunblaðið segir Njáll að samtökin hafi bent á að erlendir ferðamenn ættu að greiða mun lægra gjald fyrir notkun bifhjóla en íslenskir eigendur. Samkvæmt frumvarpinu skulu bifhjólaeigendur greiða 4 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra.

Lögðu samtökin fram tillögu um að gjaldið yrði lækkað til samræmis við það sem erlendir bifhjólaeigendur myndu greiða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka