Borgin ætti að sækja skaðabætur

Leikskólinn hefur verið lokaður síðan síðsumars 2024.
Leikskólinn hefur verið lokaður síðan síðsumars 2024. mbl.is/Árni Sæberg

Dagur B. Eggertsson, alþingismaður og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, tekur undir meginniðurstöðu innri endurskoðunar og ráðgjafar Reykjavíkurborgar (IER) að borgin ætti að meta heildarkostnað vegna tjóns við framkvæmdir á leikskólanum Brákarborg og sækja skaðabætur til verktaka og/eða ráðgjafa.

Þetta segir í skriflegu svari Dags til Morgunblaðsins er hann var inntur eftir viðbrögðum sínum við skýrslu innri endurskoðunar um Brákarborg.

Stórfelldir gallar komu í ljós í Brákarborg eftir að húsnæðið hafði gengið í gegnum umfangsmiklar og kostnaðarsamar breytingar. Kom í ljós að þungi þakplötunnar var allt of mikill eftir að steypulag hafði verið sett ofan á plötuna og torf í ofanálag. Leiddi það til þess að burðarvirkið var umfram álagsþol þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert