Hótuðu lögreglumanni á heimili hans

Staðfest er að sérsveitin tók þátt í aðgerð aðfaranótt mánudags.
Staðfest er að sérsveitin tók þátt í aðgerð aðfaranótt mánudags. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra handtók fjóra menn aðfaranótt mánudags sem eiga að hafa mætt heim til lögreglumanns í Reykjavík um helgina og haft í hótunum við hann.

Greint var frá málinu á RÚV, en þar kom fram að samkvæmt heimildum hefðu mennirnir verið vopnaðir hnífum og að þeir hefðu haft í hótunum við lögreglumanninn um nokkurt skeið

Helena Rós Sturludóttir, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, staðfestir í samtali við mbl.is að sérsveitin hafi tekið þátt í aðgerð aðfaranótt mánudags en gat að öðru leyti ekki tjáð sig um málið.

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari, sem rannsakar mál er snúa að ofbeldi gegn lögreglumönnum, staðfestir í samtali við mbl.is að embættið hafi mál til rannsóknar sem kom upp um helgina og beinist að lögreglumanni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka