Erlendur maður sem varð fyrir líkamsárás í Samtúni um þarsíðustu helgi er látinn. Þetta staðfestir Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn á miðlægri deild lögreglu, í samtali við mbl.is.
Í upphaflegri tilkynningu til lögreglu segir að manninum hafi verið ýtt niður tröppur en lögregla er með tildrög andlátsins til frekari rannsóknar.
Einn var handtekinn í tengslum við árásina. Honum var sleppt úr haldi og ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir honum.