Leit að göngumanni við Esju heldur áfram

Björgunarsveitir frá öllu suðvesturhorninu taka þátt í leitinni.
Björgunarsveitir frá öllu suðvesturhorninu taka þátt í leitinni. mbl.is/Birta

Leit að göngumanni við Esju sem hófst á tíunda tímanum í gærkvöld hefur ekki skilað árangri.

Þetta segir Hinrik Wöhler, staðgengill upplýsingafulltrúa Landsbjargar, við mbl.is.

Hinrik segir að björgunarsveitir höfuðborgarsvæðisins og þyrla Landhelgisgæslunnar hafi verið við leit í gærkvöld og nótt en leitin hafi ekki enn borið árangur. Hann segir að leitin haldi áfram nú í morgunsárið.

Björgunarsveitarmaður undirbýr að koma dróna á loft við rætur Esju.
Björgunarsveitarmaður undirbýr að koma dróna á loft við rætur Esju. mbl.is/Birta

Hann segir að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu en líklegt er talið að göngumaðurinn hafi verið einn á ferð.

Uppfært klukkan 9:50

Hinrik segir að björgunarsveitir á öllu suðvesturhorninu hafi verið kallaðar út til leitar. Hann segir að leitarsvæðið sé við Esju og nágreni.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka