Pála Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin í stöðu kynningarstjóra Bandalags háskólamanna.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá BHM.
Pála hefur mikla reynslu úr heimi fjölmiðla, upplýsingamiðlunar og almannatengsla eins og segir í tilkynningunni. Hún kemur til BHM frá Veðurstofu Íslands þar sem hún starfaði sem samskiptafulltrúi. Áður hefur Pála starfað fyrir Norræna félagið og Snorrasjóð, þar sem hún var verkefnastjóri, en einnig sem dagskrárgerðarkona og fréttamaður hjá RÚV.
Pála er með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og hélt þaðan í London School of Economics þar sem hún lagði stund á „strategic communications“, eða stefnumótandi samskipti.