Rafmagn að fullu komið á að nýju

Rafmagn fór af víða á Suðurlandi í morgun þegar Hvolsvallarlína …
Rafmagn fór af víða á Suðurlandi í morgun þegar Hvolsvallarlína 1 leysti út. mbl.is/Árni Sæberg

Rafmagn er að fullu komið á að nýju á Suðurlandi eftir að Hvolsvallarlína 1 leysti út á tíunda tímanum í morgun. Í tilkynningu á vef Landsnets kemur fram að rafmagn sé nú komið á alla afhendingarstaði Landsnets og truflunin því yfirstaðin.

Eins og mbl.is greindi frá fyrir hádegi varð rafmagnslaust á Hellu, Hvolsvelli, Rimakoti, Vestmannaeyjum og nærsveitum. 

Bilunina mátti rekja til þess að bugt slitnaði á Hvolsvallarlínu 1 við Ytri-Rangá. Tók viðgerð um eina og hálfa klukkustund eftir að bilunin fannst og tæplega háfltíma síðar var búið að spennusetja og rafmagn komið á línuna á ný.

Al­mennt er hring­teng­ing á stærst­um hluta svæðis­ins, fyr­ir utan Rima­kot og Vest­manna­eyj­ar, en svo óheppi­lega vill til að unnið var að viðgerð á lín­unni rétt við Hellu. Því var ekki hring­teng­ing á þess­um tíma­punkti og sagði upplýsingafulltrúi Landsnets við mbl.is í morgun að þetta hafi gerst á mjög óheppilegum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert