Rafmagnsleysi víða á Suðurlandi

Rafmagnslaust er víða á Suðurlandi.
Rafmagnslaust er víða á Suðurlandi. mbl.is/Þorsteinn

Rafmagnslaust er víða á Suðurlandi eftir að Hvolsvallarlínu 1 leysti út. Unnið er að því að greina ástæðu rafmagnsleysisins og ekki er vitað hvað það muni vara lengi að svo stöddu. Alla jafna hefði átt að vera hringtenging á stærstum hluta svæðisins, en rafmagnsleysið varð á mjög óheppilegum tíma.

Rafmagnslaust er á Hellu, Hvolsvelli, Rimakot, Vestmannaeyjar og nærsveitum.

Á vef Landsnets kemur fram að starfsfólk fyrirtækisins sé á leiðinn að skoða línuna og að verið sé að keyra upp varaafl á þeim stöðum þar sem varaafl er á svæðinu.

Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Landsneti, segir í samtali við mbl.is að rafmagnsleysið nái frá Hellu að Vík, auk Vestmannaeyja. Verið sé að keyra upp varaafl í Vestmannaeyjum og Vík.

„Þetta gerðist á mjög óheppilegum tíma“

Almennt er hringtenging á stærstum hluta svæðisins, fyrir utan Rimakot og Vestmannaeyjar, en svo óheppilega vill til að unnið var að viðgerð á línunni rétt við Hellu. Því var ekki hringtenging á þessum tímapunkti. „Þetta gerðist á mjög óheppilegum tíma,“ segir Steinunn.

Hún staðfestir að ekki sé um högg á kerfið að ræða heldur hafi spennan farið niður og virðist það benda til vandræða með línuna sjálfa. Það þýðir að ekki er um einhverskonar högg á kerfið að ræða út frá t.d. stórnotendum eins og hefur stundum verið ástæða rafmagnsleysis.

Uppfært kl. 10:48: Samkvæmt tilkynningu á vef Landsnets er búið að ræsa varaafl í Vestmannaeyjum og unnið er að því að ræsa varaafl í Vík. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert