Rannsaka tildrög banaslyssins í Brúará

Hlauptungufoss er einn af þremur fossum í Brúará. Erlendur ferðamaður …
Hlauptungufoss er einn af þremur fossum í Brúará. Erlendur ferðamaður féll í ána skammt frá fossinum í síðustu viku og lést. mbl.is/

Rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurlandi er enn með til rannsóknar banaslys við Hlauptungufoss í Brúárá í síðustu viku þar sem erlend kona á fertugsaldri féll ofan í ána og var úrskurðuð látin á vettvangi.

Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögreglustjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að rannsókn á tildrögum slyssins sé í fullum gangi og að hún sé í hefðbundnu ferli en ekkert saknæmt átti sér stað að sögn Jóns Gunnars.

Þetta var þriðja banaslysið á síðustu fimm árum í Brúará en allir hinir látnu voru erlendir ferðamenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka