Skattar á ferðaþjónustu boðaðir

Óvíst er hvaða áhrif aukin skattheimta mun hafa.
Óvíst er hvaða áhrif aukin skattheimta mun hafa. mbl.is/Eggert

Fram kemur í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar um efnahagshorfur í heiminum og einstökum aðildarríkjum að til standi að leggja sérstakan „gestaskatt“ á erlenda ferðamenn á Íslandi.

Ekki er nánar greint frá tilhögun hans eða hvaða heimildir eru fyrir því, en ríkisstjórnin hefur fyrir sitt leyti boðað gjaldtöku með aðgangsstýringu að náttúruperlum landsins í huga. Það hefur ekki verið nánar útfært, en Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði fyrir skömmu að slíkra hugmynda væri að vænta með mótun atvinnustefnu sem kynna á í haust. Þar undir er einnig auðlindastefna, sem einnig var boðuð í stjórnarsáttmála.

OECD telur það auka sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda.

Í skýrslu OECD er varað við því að alþjóðlegar viðskiptaerjur kunni að draga úr vexti ferðaþjónustu í landinu, en ekki vikið að áhrifum aukinnar skattheimtu í greininni.

Hins vegar er þar mælt með að ferðaþjónustan borgi virðisaukaskatt til jafns við aðrar atvinnugreinar, sem talið er að muni bæta samkeppnisstöðu þeirra. 

Lesa má nánar um málið á bls.4 í Morgunblaðinu og í Mogga-appinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka