Hlaðborð streymisveitna á Íslandi

9 af hverjum 10 landsmönnum eru með áskrift af einni …
9 af hverjum 10 landsmönnum eru með áskrift af einni eða fleiri streymisveitum.

Með komu HBO Max á íslenskan markað í næsta mánuði mun landsmönnum standa til boða allavega átta erlendar streymisveitur auk þeirra innlendu. Áskriftaverð þessara veitna er afar breytilegt, allt frá 800 krónum upp í 8.500 krónum á mánuði og bjóða þær upp á gríðarlegt úrval bíómynda og sjónvarpsþátta.

mbl.is skoðaði aðeins nánar hvaða veitur þetta eru og hvað þær kosta.

Samkvæmt skoðanakönnun Maskínu árið 2024 er Netflix langvinsælasta streymisveitan á Íslandi, en um 73% landsmanna eru með áskrift. Mismunandi áskriftartegundir eru í boði og kostar mánaðaráskrift á bilinu 1.500 til 3.000 krónur.

Í öðru sæti yfir vinsælustu veiturnar er Disney+, þar sem áskriftin kostar svipað og hjá Netflix, með dýrustu áskrift á um 2.000 krónur á mánuði.

Aðrar erlendar streymisveitur sem Íslendingum standa til boða eru meðal annars:

  • Amazon Prime Video: Um 1.000 krónur á mánuði.
  • Viaplay: 800–4.000 krónur á mánuði, fer eftir tegund áskriftar
  • Rakuten TV: Ókeypis
  • Crunchyroll: 1.100–2.300 krónur á mánuði, fer eftir tegund áskriftar
  • Mubi: Um 1.500 krónur á mánuði
  • HBO Max: Um 1.900 krónur á mánuði

Á meðal íslenskra streymisveitna eru Síminn Premium og Stöð 2+ áberandi. Mánaðaráskrift hjá Símanum Premium kostar um 8.500 krónur en áskrift að Stöð 2+ er á bilinu 4.000 til 6.000 krónur, eftir áskriftartegund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert