Mikil óánægja er meðal veitingamanna vegna seinagangs við leyfisveitingar í Reykjavík.
Morgunblaðið greindi á laugardag frá því að eigendur bakarísins Hygge hefðu beðið í 200 daga eftir því að fá rekstrarleyfi á Barónsstíg og fleiri staðir hafa þurft að sætta sig við óþarfar tafir á leyfisveitingu af sömu sökum.
Þar á meðal eru kaffihús Starbucks og nýr staður sem til stendur að opna þar sem skemmtistaðurinn b5 var áður. Þá hafa nýir rekstraraðilar á stöðunum Drunk Rabbit og Kastrup sömuleiðis þurft að sæta sömu skilmálum þó ekkert hafi breyst í rekstri þeirra er snýr að matvælaöryggi.
Lesa má nánar um málið á bls. 2 í Morgunblaðinbu og í Mogga-appinu í dag.