Samningslaus og kosið um verkfall

Áhafnir Hafrannsóknastofnunar vilja betri kjör.
Áhafnir Hafrannsóknastofnunar vilja betri kjör. mbl.is/Eyþór

Allar áhafnir loftfara og varðskipa Landhelgisgæslunnar sem og áhafna Hafrannsóknastofnunar hafa verið kjarasamningslausar síðan 1. apríl 2024 þegar samningur til eins árs rann út.

Í febrúar 2023 höfðu félög sjómanna, skipstjórnarmanna og vélstjóra náð samningum við Samtök atvinnulífsins en þeir samningar voru gerðir til tíu ára og eru því tryggir til langs tíma. Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir í samtali við Morgunblaðið að félagið hafi bæði náð samningum fyrir allar sínar stéttir á almennum vinnumarkaði og sömuleiðis sveitarfélögin sem sjá um hafnirnar. Samningar við ríkið sem skrifað var undir í apríl 2023 hafi þó aðeins verið til eins árs. Að ári liðnu skyldu varanlegri samningar gerðir en það hefur ekki enn þá gengið eftir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert