Stöð 2 og Vodafone kveðja

Ljósmyndari mbl.is mætti á vettvang þar sem verið var að …
Ljósmyndari mbl.is mætti á vettvang þar sem verið var að fjarlægja merki Vodafone af skrifstofuhúsnæði Sýnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stöð 2 og Vodafone munu sameinast undir nafninu Sýn en breytingin á að taka gildi á morgun. Áfram verða sýndar kvöldfréttir.

Þetta herma heimildir mbl.is.

Starfsfólk Sýnar sótti starfsmannafund í Egilshöll í dag þar sem fyrirætlanir fyrirtækisins voru tilkynntar starfsmönnum. 

Samkvæmt heimildum mbl.is þá munu sjónvarpsáhorfendur áfram geta horft á línulega dagskrá, en það verður undir merkjum Sýnar en ekki Stöðvar 2. 

Fréttastofa Vísis og Bylgjunnar munu þó halda áfram starfsemi sinni með óbreyttu sniði. Nafnabreytingin hefur verið í pípunum í þó nokkurn tíma en tilkynnt verður fyrir um breytinguna snemma á morgun.

Uppfært klukkan 20.39

Ljósmyndari mbl.is mætti á Suðurlandsbrautina á níunda tímanum í kvöld þar sem verið var að fjarlægja merki Vodafone af skrifstofuhúsnæði Sýnar. Þegar var búið að fjarlægja merki Stöðvar 2.

Hér má sé merki Sýnar sem á að setja upp.
Hér má sé merki Sýnar sem á að setja upp. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Eins og sjá má á þessari ljósmynd sem tekin var …
Eins og sjá má á þessari ljósmynd sem tekin var á níunda tímanum í kvöld þá er merki Stöðvar 2 ekki lengur á byggingunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert