Strætó mun ganga lengur fram á nótt

Strætó mun ganga fram á nótt frá og með 17. …
Strætó mun ganga fram á nótt frá og með 17. ágúst. mbl.is/Hjörtur

Strætó mun ganga lengra fram á nótt og reiknað er með að seinustu ferðir dagsins komi á seinustu stoppistöð um eittleytið. Þessar breytingar myndu til dæmis þýða að leið sex hjá Strætó myndi ganga klukkutíma lengur en hún gerir í dag. 

Þetta er hluti af umbótum á þjónustu Strætó sem munu taka gildi 17. ágúst. Næturstrætó mun áfram ganga sinn vanagang. Þessar umbætur eru gerðar til þess að snúa þeim þjónustuskerðingum sem urðu í kórónuveirufaraldrinum við.

Þetta segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við mbl.is.

Miklar umbætur

Fyrr í dag greindi mbl.is frá því að Strætó hafi kynnt umbætur á þjónustu. Um er að ræða tíðari strætóferðir þar sem að á háannatíma munu leiðir 3, 5,6 og 12 fara á 10 mínútna fresti í stað 15 mínútna fresti. Þar að auki munu leiði 19, 21 og 24 ganga á 15 mínútna fresti í stað þess að ganga á 30 mínútna fresti. 

Markmiðið með breytingunum er að fjölga farþegum Strætó og draga úr umferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert