Eignaupptaka frá ellilífeyrisþegum

Benedikt Jóhannesson, fv. fjármálaráðherra, gagnrýnir stjórnarfrumvarp fjármálaráðherra um víxlverkun örorkulífeyrisgreiðslna …
Benedikt Jóhannesson, fv. fjármálaráðherra, gagnrýnir stjórnarfrumvarp fjármálaráðherra um víxlverkun örorkulífeyrisgreiðslna mjög. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Benedikt Jóhannesson, fv. fjármálaráðherra og stofnandi Viðreisnar, leggst eindregið gegn frumvarpi Daða Más Kristóferssonar, fjármálaráðherra Viðreisnar, um svokallaða víxlverkun örorkulífeyrisgreiðslna. Í 12 blaðsíðna umsögn til Alþingis segir hann frumvarpið fela í sér „eignaupptöku“ frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega, sem sé bæði ósanngjörn og óábyrg.

Frumvarpið felur í sér að greiðslur almannatrygginga til örorkulífeyrisþega leiði ekki lengur til lægri greiðslna úr lífeyrissjóðum.

Hann bendir á að með því að taka ekki tillit til greiðslna frá Tryggingastofnun (TR) við útreikning lífeyris fái margir örorkulífeyrisþegar í raun hærri tekjur eftir starfsorkutap en áður. Af útreikningum Benedikts að dæma hagnast liðlega 40% örorkulífeyrisþega á því, sumir um hundruð þúsunda króna á mánuði. Það segir hann stríða gegn því grundvallarsjónarmiði að enginn skuli vera fjárhagslega betur settur eftir tjón en fyrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert