Gagnrýnir áróður gegn stóðhryssum

Hallgerður Hauksdóttir, fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir að hryssurnar búi …
Hallgerður Hauksdóttir, fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir að hryssurnar búi við mikla velferð og að tilvist þeirra stuðli að heilbrigði, frjósemi og erfðafjölbreytileika íslenska hestsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hallgerður Hauksdóttir, fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands, gagnrýnir það sem hún kallar áróður gegn íslenskum stóðhryssum og segir hann byggðan á fordómum og vanþekkingu.

Í grein í Morgunblaðinu í dag segir hún að hryssurnar búi við mikla velferð og að tilvist þeirra stuðli að heilbrigði, frjósemi og erfðafjölbreytileika íslenska hestsins. Hún hafnar gagnrýni á blóðtöku úr hryssum, segir áhrifin hafa verið rannsökuð og að þau séu mild og skammvinn.

Stóðhryssurnar lifi samkvæmt náttúrulegu eðli sínu í stöðugum félagshópum og tryggi framtíð sína með folöldum og blóðgjöf. Segir hún tilvik illrar meðferðar alltaf slæm, en að þau séu undantekningar og ættu ekki að vera grundvöllur aflagningar dýrahalds í heild sinni.

„Lög um velferð dýra gilda um hryssurnar, það er ekkert verið að leyfa hér sérstaklega kerfisbundna illa meðferð á þeim,“ segir Hallgerður í greininni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert