Háhyrningur sem rak á land í fjöru við Kjalarnes fyrr í dag hefur verið aflífaður.
Þetta staðfestir Anna Lyck Filbert, björgunarsveitarmaður í björgunarsveitinni Kili, í samtali við mbl.is.
Hvalinn rak á land á Hofstanga á Kjalarnesi í dag en var dreginn út á sjó þegar háflóð var fyrir um klukkustund síðan.
Ekki var tilgreint með hvaða hætti háhyrningurinn var aflífaður. Íbúar á Kjalarnesi velta því fyrir sér á Facebook hvort að það hafi verið gert með skotvopni. Á myndum má sjá þrjú sár, í líkingu við skotsár, sem blæðir úr.
Ekki er ljóst hvort að þetta sé sami háhyrningur og rak á land við Korpu golfvöll á þriðjudaginn.