Má búast við truflunum á vegum fram eftir sumri

Nú er sá tími árs sem veghaldarar nota til þess …
Nú er sá tími árs sem veghaldarar nota til þess að betrumbæta og laga vegina. mbl.is/Hákon

Vegaframkvæmdir eru komnar á fullt á höfuðborgarsvæðinu eins og venja er á sumrin með tilheyrandi umferðartruflunum.

Þetta segir Árni Friðleifsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. 

„Það má alveg búast við því að það verði truflanir á vegum í borginni fram eftir sumri,“ segir Árni.

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu þung

Nú er sá tími árs sem veghaldarar nota til þess að betrumbæta og laga vegina, að hans sögn. 

„Auðvitað er umferðin á höfuðborgarsvæðinu þung. Þegar vegakerfið annar ekki öllum þessum bílum þá þyngist umferðin en þetta er ekkert meira held ég en undanfarin ár. Það eru bara framkvæmdir á sumrin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert