Teknir með 12 kíló af kókaíni

Mikil aukning hefur verið á kókaínvökva sem haldlagður er á …
Mikil aukning hefur verið á kókaínvökva sem haldlagður er á flugvellinum. Komið hafa upp tilfelli þar sem honum er smyglað innvortis. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú mál tveggja karlmanna sem teknir voru á Keflavíkurflugvelli með sitthvor 6 kílóin af kókaíni í farangri sínum við komuna til landsins í maí. Sæta þeir báðir varðhaldi, en þeir komu frá Frakklandi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að talið sé að mennirnir tengist og að unnið sé að því að upplýsa þátt þeirra og annarra sem kunna að tengjast málinu.

Þá er tekið fram að lögreglan á Suðurnesjum merki verulega aukningu í innflutningi fíkniefna til landsins á milli ára. Þannig hafi embættið lagt hald á 35,5 kíló af kókaíni í fyrra, en það sem af er þessu ári hefur verið lagt hald á 42,5 kíló.

Stefnir í metár

mbl.is fjallaði um þessa þróun í innflutningi kókaíns fyrr í þessum mánuði, en þá hafði lögreglan lagt hald á 40,26 kg og því ljóst að tvö kíló hafa bæst við síðan þá.

Sagði Jón Halldór Sigurðsson, sem fer fyr­ir rann­sókn á skipu­lagðri brot­a­starf­semi hjá lög­regl­unni á Suður­nesj­um, við það tækifæri að það stefndi í metár. „Miðað við þró­un­ina, haldi hún áfram sem er, ættu þetta kannski að vera alla­vega 60 kíló í lok árs,” sagði Jón Hall­dór.

Jafn­framt hef­ur verið lagt hald á 9,78 lítra af kókaín­vökva á Kefla­vík­ur­flug­velli í ár en í fyrra var magnið 3,23 lítr­ar. Árið 2023 var eng­inn kókaín­vökvi hald­lagður á vell­in­um.

Einnig mikið af kannabisefni og oyxcontin

Sömu­leiðis hef­ur orðið mik­il aukn­ing í mál­um þar sem lög­regl­an legg­ur hald á kanna­bis­efni og oxycont­in.

Nú þegar tæp­ir fimm mánuðir eru liðnir af ár­inu hef­ur lög­regl­an lagt hald á 20576 töfl­ur af oxycont­ini og eft­ir­lík­ing­um af efn­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli. Um er að ræða gíf­ur­lega aukn­ingu en árið 2024 lagði lög­regl­an hald á 7526 töfl­ur og árið 2023 voru töfl­urn­ar 10131.

Þá hef­ur lög­regl­an á Suður­nesj­um lagt hald á 109.648 kg af kanna­bis­efn­um á landa­mær­un­um það sem af er ári en árið 2024 var heild­ar­magnið 172.706 kg. Árið 2023 var sú tala 125.230 kg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert