Væta með köflum og hlýjast á Austurlandi

Úrkomulítið verður síðdegis og það rofar til sunnan- og austanlands. …
Úrkomulítið verður síðdegis og það rofar til sunnan- og austanlands. Hiti verður á bilinu 8 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi. mbl.is/Hákon

Í dag má búast við vestlægri eða breytilegri átt 3-10 metra á sekúndu og vætu með köflum. Úrkomulítið verður síðdegis og það rofar til sunnan- og austanlands. Hiti verður á bilinu 8 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á morgun snýst í norðaustlæga eða breytilega átt 3-10 metra á sekúndu og víða bjartviðri en skýjað með köflum á austanverðu landinu fyrri part dags. Hiti verður á frá 7 stigum við norðausturströndina upp í 18 stig suðvestanlands.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert